Skiptum er lokið í þrotabúi FS 38 ehf., dótturfélags Fons. Lýstar kröfur í búið námu alls 9,2 milljörðum króna, en engar eignir fundust í búinu. Sumarið 2008 fékk FS 38 sex milljarða króna lán frá Glitni til kaupa á 30% hlut Fons í Aurum. Félagið var svo tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms þann 9. febrúar í fyrra.