Kröfuhafar Teymis, sem nú ráða för í félaginu, deildu um það hvort Árni Pétur Jónsson ætti að fá að stýra félaginu áfram eða ekki. Landsbankamenn, sem fara með meirihluta í félaginu í gegnum eignarhaldsfélag sitt Vestia, vildu Árna Pétur burt en minnihluti kröfuhafa, einkum forsvarsmenn lífeyrissjóða, vildu halda honum við stjórnvölinn.

Svo fór að lokum að Árni Pétur hætti störfum, sem forstjóri Teymis og Vodafone, sem er eitt af átta dótturfélögum Teymis.

Teymi stóð illa eftir bankahrunið sl. haust og kom gengisfall krónunnar illa við félagið eins og mörg önnur fyrirtækií landinu. Sama má segja um Vodafone sem var um síðustu áramót tæknilega gjaldþrota, með neikvæt eigið fé upp á 1,2 milljarða.

Eftir endurskipulagningarferli stendur Teymi hins vegar vel. Eigið fé Vodafone er nú sagt vera um 20 til 30 prósent, þ.e. eftir að kröfum var breytt í hlutafé.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í úttekt um Teymi í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .