Samkomulag um endurskipulagningu N1 hf. liggur fyrir, en drög að því voru kynnt þann 5. apríl síðastliðinn. Samþykki allra kröfuhafa sem eiga skuldabréf í skuldabréfaflokknum ESSO 05 11 um að þeir fái gerðar upp kröfur sínar með nýju hlutafé í N1 hf. liggur fyrir.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. „Framangreint samkomulag lánardrottna N1 hf. gerir meðal annars ráð fyrir að lánardrottnar taki yfir rekstur N1 hf  sem lið í uppgjöri á skuldum N1 hf. og Umtaks fasteignafélags ehf.  Lánardrottnar skuldbinda sig til þess að breyta stórum hluta krafna sinna í hlutafé og styrkja þannig efnahag N1 hf,“ segir í tilkynningu til Kauphallar.

„Reiknað er með að vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu ljúki formlega á miðju þessu ári og frestast útgáfa ársreiknings vegna rekstrarársins 2010 þar til í lok júní af þessum sökum.“