Þegar kom að því að finna fyrirtækjaráðgjöf til að sjá um skráningu N1 var ekki farið í útboð, heldur fékk fyrirtækjaráðgjöf Arion banka verkefnið. Var þetta hluti af samkomulagi félagsins og eigenda þess við kröfuhafa, þar á meðal Arion. Hermann Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri f yrirtæki sins , staðfestir þetta við Viðskiptablaðið. „Þetta er flókið mál og ekki ástæða til að ræða það, en þetta var hluti af löngu endurskipulagningarferli sem félagið var í ásamt kröfuhöfum sínum.“

Fyrir um mánuði sagði Viðskiptablaðið frá því að Samkeppniseftirlitið væri nú að rannsaka hvernig stóru bankarnir þrír, Arion, Glitnir og Landsbanki, haga fyrirtækjaráðgjöf sinni. Sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftirlitsins, að einkum sé verið að skoða hvort ítök bankanna í mjög stórum fyrirtækjum hafi verið notuð til að tryggja fyrirtækjaráðgjöfum bankanna verkefni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.