Háskóli Íslands mun næsta haust bjóða upp á nýtt framhaldsnám, meistaranám í fjármálum, sem byggir á samvinnu Viðskiptafræðideildar og Hagfræðideildar háskólans. Hvor deild hefur um árabil rekið sína eigin línu meistaranáms í fjármálum.

Annars vegar hefur Viðskiptafræðideild boðið upp á MS í fjármálum fyrirtækja og hins vegar hefur Hagfræðideild boðið upp á meistaranám í fjármálahagfræði. Ásgeir Jónsson, dósent við Hagfræðideild HÍ, hefur stýrt meistaralínunni innan þeirrar deildar og Hersir Sigurgeirsson dósent hefur stýrt meistaranáminu í Viðskiptafræðideildinni.

Ásgeir segir námið miða að því að undirbúa nemendur fyrir fjölbreytt störf á fjármálamarkaði sem og í atvinnulífi. „Í afar einföldu máli má segja að námið sé kröfuharða útgáfan af MBA-náminu fyrir fjármálamarkaðinn þar sem gerðar strangar inntökukröfur í námið og allir kúrsar línunnar eru fullgild meistaranámsskeið með þeim ýtrustu kröfum sem því fylgir.“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • SignWise vill gera byltingu í undirskriftahefðum.
  • Sparnaður íslenskra heimila eykst.
  • Viðtal við yfirmann greiningardeildar hjá Deutsche Bank.
  • Verð á kísilmarkaði nálægt botni.
  • Óvissa ríkir um niðurstöðu kjarasamninga .
  • Skúli Mogensen vill fljúga til fleiri heimsálfa.
  • Fyrirtækið ReonTech hefur vaxið hratt.
  • Icelandair metið ofar markaðsvirði.
  • Erlendir fjárfestar áhugasamir um íslenskan fótbolta.
  • Svipmynd af Iðu Brá Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjárfestingarsviðs Arion banka.
  • Ítarlegt viðtal við Finn Oddsson, forstjóra Nýherja.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um bónusgreiðslur.
  • Óðinn fjallar um ríkisvæddan áhætturekstur.