Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá öllum frávísunarkröfum sjö af níu fyrrverandi forsvarsmönnum Glitnis í máli þrotabús bankans gegn þeim. Málið snýst um 15 milljarða króna víkjandi lán sem Glitnir veitti Baugi Group í desember 2007 og krefst bankinn þess að stefndu greiði 6,5 milljarða króna í skaðabætur. Þeir sem slitastjórn Glitnis stefndi í málinu eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Skarphéðinn Berg Steinarsson og fleiri fyrrverandi stjórnendur Glitnis.

Þann áttunda þessa mánaðar var tekist á um frávísunarkröfur sem sjö af níu hinna stefndu settu fram. Fyrir dómi þá sagði lögmaður Jóns Ásgeirs furðulegt að halda því fram að hann hefði haft einhvers konar boðvald yfir Glitni. Einungis þrír af níu stjórnarmönnum Glitnis hafi verið fulltrúar FL Group í stjórninni. Málið byggist m.a. á tölvupósti sem Jón Ásgeir sendi Lárusi Welding, þáverandi forstjóra Glitnis, sem innihélt drög að lánasamningnum.