Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, tapaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag máli sem hann hafði höfðað á hendur Kaupþingi. Vildi Sigurður að viðurkenndi yrði 138 milljóna króna krafa í þrotabú bankans sem hann taldi sig eiga rétt á vegna starfsloka sinna.

Kaupþing batt enda á ráðningarsamning Sigurðar með sex mánaða uppsagnarfresti en Sigurður taldi sig eiga rétt, samkvæmt ráðningarsamningi, á biðlaunum að viðbættu orlofi í tólf mánuði. Á þetta féllst Héraðsdómur ekki. Hins vegar staðfesti dómurinn þá ákvörðun slitastjórnar Kaupþings að viðurkenna 73 milljóna króna kröfu Sigurðar sem almenna kröfu í þrotabúið. Kröfum Sigurðar var því öllum hafnað.