*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 19. nóvember 2013 10:42

Sjö milljóna kröfur í Bombu

Gjaldþrotaskiptum á Bombu.is, sem var í eigu Arnar Árnasonar, er lokið.

Ritstjórn

Gjaldþrotaskiptum er lokið á Bombu.is, félagi í eigu Arnar Árnasonar leikara. Fyrirtækið flutti inn og seldi flugelda, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.

Kröfur í búið námu tæpum 6,8 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum lokið í því á föstudaginn án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Örn átti Bombu.is ehf. ásamt Arnari Barðdal.

Stikkorð: Bomba.is