Greint var frá því laugardaginn síðastliðinn að danska félagið Travelco, sem er í eigu Andra Más Ingólfssonar, hafi keypt allar ferðaskrifstofur fyrirtækisins Primera Travel Group. Ástæðan fyrir kaupunum var gjaldþrot Primera air sem Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um .

Í frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten kemur fram að kröfurnar í danska hluta þrotabús Primera air nemi um 16,4 milljörðum króna. Jafnframt kemur fram að endanlegar tölur um eignir og kröfur félagsins liggi ekki fyrir en eignir búsins eru nú metnar á hálfan milljarð.

Flugrekstri Primera air var skipt milli danskra og lettneskra dótturfélaga og eiga ofannefndar tölur aðeins við um það þrotabú þess danska. Það staðfestir danskur skiptastjóri í samtali við vefsíðu Túrista .