*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 25. október 2014 09:14

Kröfur í þrotabú 290 milljarðar

Frá árinu 2010 nema lýstar kröfur í þrotabú lögaðila 882,5 milljörðum króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kröfum sem lýst hefur verið þrotabú á þessu ári nema um 187,3 milljörðum króna hjá lögaðilum en 103 milljörðum hjá einstaklingum. Frá árinu 2010 nema lýstar kröfur í þrotabú lögaðila 882,5 milljörðum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en Creditinfo vann samantektina. Þegar skiptalok þrotabúa hafa verið birt í Lögbirtingablaðinu koma þessar kröfur fram.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÓ, segir tölurnar sýna að umtalsverður hluti af atvinnulífinu og fyrirtækjum noti gjaldþrot sem aðferð til að hreinsa sig af skuldum og ábyrgðum. Þannig komi fyrirtæki sér hjá skyldum sínum gagnvart samfélaginu. Fyrir ári síðan kynnti ASÍ tillögur til að sporna gegn kennitöluflakki en þá var nefnt dæmi af sama aðilanum sem hafði sett 29 félög í þrot á sjö árum.

Stikkorð: ASÍ Halldór Grönvold