*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Innlent 26. ágúst 2020 15:01

Kröfur í þrotabú Materia 32 milljarðar

Ekki nema 0,86% af lýstum kröfum í þrotabú Materia Invest fékkst greitt en þær námu 32 milljörðum króna.

Ritstjórn
Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson voru á meðal stærstu hluthafa 365 áður en hrunið skall á.
Aðrir ljósmyndarar

Skiptalokum fyrir Materia Invest var birt í dag þar sem lýstum kröfum nam 32 milljörðum króna. Einungis 214 milljónir voru greiddar upp í lýstar kröfur eða um 0,86% krafna. Frá þessu er greint í Lögbirtingarblaðinu.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2012 og var skiptum á búinu lokið tveimur árum síðar. Hins vegar gleymdist að senda tilkynningu og barst hún því í dag en ekki árið 2014.

Sjá einnig: Félag skuldakónga gjaldþrota

Materia Invest var í eigu Magnúsar Ármanns, Þorseins M. Jónssonar og Kevin Stanford. Félagið átti meðal annars mikið af hlutabréfum í FL Group sem öll urðu verðlaus í hruninu. Áðurnefndir aðilar og félög í þeirra eigu stefndu þrotabúi Materia Invest á sínum tíma til að fá viðurkenndar kröfur í búið.

Eigendur félagsins hafa verið umsvifamiklir fjárfestar. Voru á meðal stærstu hluthafa 365, viðskiptafélagar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar, fyrrum forstjóri FL Group.

Árið 2011 voru Magnús og Stanford dæmdir til að greiða Kaupþingi 240 milljónir króna vegna sjálfsskuldaábyrgðar vegna 4,3 milljarða láns sem félagið hafði fengið. Þorsteinn þurfti ekki að greiða vegna lánsins, þrátt fyrir að vera ábyrgur, sem aldrei var útskýrt. Frá þessu greindi Morgunblaðið frá árið 2014.