Lýstar kröfur í þrotabú Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, námu 254,3 milljónum króna. Aðeins fengust 38 milljónir króna upp í veðkröfur en ekkert fékkst upp í aðrar kröfur.

Stærstu kröfuhafar voru Chesterfield United sem lýsti 99 milljörðum króna, Deutsche Bank sem lýsti 73 milljörðum, Murray Holdings sem lýsti 58 milljörðum og Arion banki sem lýsti 21 milljarði. Vísir hefur eftir Helga Jóhannessyni, skiptastjóra búsins, að ekki hafi verið tekin afstaða til réttmætis krafnanna þar sem ljóst þótti að ekkert fengist upp í þær.

Sigurður afplánar nú fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al-Thani málsins.

Sigurður Einarsson er í ítarlegu viðtali í tímaritinu Áramót sem kom út 30. desember síðastliðinn. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .