Erlendar kröfur á íslenska banka og fjármálafyrirtæki eru ekki tilgreindar í nýjum bráðabirgðatölum Alþjóðagreiðslubankans (BIS) sem sýna erlendar kröfur á banka og fjármálafyrirtæki heimsins í lok þriðja ársfjórðungs 2010. Það er í fyrsta sinn í langan tíma sem tölulegar upplýsingar um skuldir íslenskra banka og fyrirtækja eru ekki tilgreindar í tölum frá BIS.

Um mitt síðasta ár stóðu slíkar kröfur í um 2.568 milljörðum króna. Í lok júlí 2008, þremur mánuðum fyrir bankahrun, námu erlendar kröfur á íslensk fjármálafyrirtæki 8,370 milljörðum króna. Þær lækkuðu því um 5.802 milljarða króna á tveimur árum, eða um tæp 70%. Um 83% lækkunarinnar var vegna niðurfærslu þýskra fjármálastofnana á kröfum sínum.