Gjaldþrota­skipt­um á Ása­fé­lag­inu ehf. er lokið en kröf­ur hljóðuðu upp á 1,5 millj­arð króna í búið.

Skipt­um lauk með greiðslu upp á 3,4% upp í al­menn­ar kröf­ur og um 65% endurheimtist upp í veðkröf­ur.

Íslands­banki fór fram á gjaldþrota­skipt­in en upphaflegur lánveitandi var Byr, sem rann inn síðar inn í bankann. Fé­lagið var úrskurðað gjaldþrota 19. októ­ber 2012 en skipt­um lauk 30. októ­ber síðastliðinn.

Félagið átti fasteignirnar að Miðhrauni 4 og Köllunarklettsveg 8. Lán Byrs voru í svissneskum frönkum og japönskum jenum og hækkuðu mikið í fjárkreppunni 2008 og 2009.