Skiptum lauk í síðustu viku á þrotabúi Malbikunarstöðvar Suðurnesja ehf., en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 23. desember síðastliðinn. Lýstar kröfur í búið voru einar 984 milljónir króna og lítið sem ekkert fékkst upp í þær með sölu eigna.

Malbikunarstöðin var gangsett í júní 1995, en eins og mörg íslensk fyrirtæki, einkum í byggingariðnaði, fór hún illa úr bankahruninu. Stór hluti lána fyrirtækisins árið 2008 voru í erlendri mynt og jukust því til mikilla muna við gengisfall krónunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.