Ávöxtunarkröfur óverðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkuðu um 13-46 punkta í síðustu viku, mest á stutta enda vaxtaferilsins. IFS greining segir að ýmsir þættir hafi þrýst niður óverðtryggðu kröfunni.

Þeir séu lágar verðbólguspár fyrir marsmánuð, aukin eftirspurn vegna gjalddaga RB14 og HFF14, og ákvörðun peningastefnunefndar að halda stýrivöxtum SÍ óbreyttum í mánuðinum og að hún hafi gefið til kynna að tilefni gæti skapast til vaxtalækkana á næstu mánuðum.

IFS telur þó ekki miklar líkur á vaxtalækkun og spáir óbreyttum vöxtum næstu mánuði.