Kröfugerðir sumra verkalýðshreyfingar sem gera ráð fyrir tugum prósenta launahækkana á vinnustund á skömmum tíma er engu samræmi við efnahagslegan veruleika. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skoðun frá Viðskiptaráði Íslands.

„Verði launahækkanir í engum takti við stöðu efnahagsmála raunin hafa þær óhjákvæmilega í för með sér skaðlega þróun, hvort sem er í formi verðbólgu, atvinnuleysis eða erlendrar skuldsetningar. Til að bæta kjör landsmanna er hægt að fara fleiri leiðir en með launhækkunum. Til dæmis er hægt að auka sveigjanleika vinnutíma, endurskoða almannatrygginga-, bóta- og tekjuskattkerfi auk þess að leita leiða til að leysa úr húsnæðisskortinum hraðar," segir í greingunni.

Þá kemur jafnframt fram að ef skattleysismörk verði um 300 þúsund á mánuði þyrfti að hækkað skattprósentur upp í 60-70% svo tekur hins opinbera haldist óbreyttar.

„Slíkar skattbreytingar í bland við þær krónutöluhækkanir sem krafist hefur verið myndi þýða að áttunda launatíund hefði einungis 33% hærri ráðstöfunartekjur en sú fyrsta."

Skoðunina í heild sinni má lesa hér .