*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 27. apríl 2014 19:20

Kröfurnar eru krónukröfur

Lögfræðingar deila um það hvort útgreiðslur úr þrotabúum fari fram í krónum eða erlendum gjaldeyri.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Benedikt Gíslason, aðstoðarmaður fjámálaráðherra sagði á fundi Sjálfstæðisflokksins um afnám fjármagnshafta í Valhöll í liðinni viku að samkvæmt núgildandi lögum hafa kröfuhafar ekki réttmætar væntingar til annars en gjaldþrots ef ekki takast nauðasamningar. „Í dag getur gjaldþrotið orðið til vegna þess að slitastjórnin telur að nauðasamningar muni ekki takast eða að fleiri kröfuhafar óski eftir því fyrir héraðsdómi og hafa til þess lögvarða hagsmuni að mati dómsins,“ sagði Benedikt.

Hvað varðar lagalega stöðu málsins þá fullyrðir Benedikt að kröfur á slitabúin séu krónukröfur. „Hvor leiðin sem er valin, þá er lagalega staðan sú að kröfur á slitabúin eru krónukröfur. Þetta er staðfest í dómi hæstaréttar frá því í september 2013. Lögfræðingar deila hins vegar um hvort útgreiðslur fari fram í krónum eða erlendum gjaldeyri,“ sagði Benedikt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is