*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 7. desember 2011 20:12

Kroll fann upplýsingar um lögmann Björgólfs í Mogganum

Fátt nýtt leynist í skýrslu rannsóknarfyrirtækisins Kroll um tengsl danska lögfræðingsins Jeffrey P. Galmond við Björgólf Thor.

Ritstjórn
Björgólfur Thor á hluthafafundi Straums.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Skýrsla rannsóknarfyrirtækisins Krolll frá árinu 2006 um Björgólfsfeðga, sem greint var frá í Kastljósi, vakti sem von var nokkra athygli enda má segja að Kroll-nafnið eitt gefi slíkum fréttum töluverða vigt.

Skýrslan var unnin fyrir bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals. Á þeim tíma börðust Barr og Actavis um kaup á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva. Björgólfur Thor hefur fullyrt að á þeim tíma hafi Barr leitað allra leiða til að fá fjárfestingarsjóði til liðs við sig fremur en Actavis og liður í því hafi verið samantekt „á orðrómi og dylgjum, sem slúðrað hafi verið um í tengslum við bjórverksmiðju í Pétursborg.“

Hvort sem sú fullyrðing er rétt eða ekki virðist þó ljóst að skýrsla Kroll byggir að verulegu leyti á fréttum sem þegar höfðu birst í íslenskum og dönskum dagblöðum og tímaritum, staðfestum eða óstaðfestum. Og þótt áhugavert sé að lesa skýrsluna virðist staðreyndin þó vera sú að í henni sé fátt nýtt að finna sem ekki hefur komið fram áður.

 

Lesa má nánar um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Skattlagning skekkir stöðu lífeyrissjóðanna
 • Arion banki og Landsbankinn elta Íslandsbanka
 • Orkuveitan fetar sig eftir fimm ára planinu
 • Aldraður stofnfjáreigandi Byr sleppur undan skuldum
 • Nýr forstjóri Sjóvár vill tryggja og tryggja og...tryggja
 • Ráðherrakapall framundan
 • Hvað eru viðskiptafræðingar og hagfræðingar með í laun?
 • Grjótharði Gróttumaðurinn
 • Jólagjafalisti vínsælkerans
 • Veiðisögur
 • Þjóðmál og myndasíður
 • Huginn og Muninn, Týr og Óðinn skrifar um jólin
 • Og allt á milli himins og jarðar sem fólk langar til að lesa...