Gengi krónunnar gagnvart evru hefur styrkst um nærri 2% síðustu tvo daga og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru í nærri tvo mánuði eða frá síðustu viku októbermánaðar. Ein evra kostar nú 136,9 krónur. Þó hefur krónan veikst um 11% gagnvart evru frá áramótum.

Gengi dollarsins er komið undir 120 krónur og stendur í 119,3 krónum eftir veikingu síðustu daga. Á árinu hefur dollarinn þó styrkst um 16,8% gagnvart krónunni. Um miðjan apríl kostaði dollarinn innan við 100 íslenskrar krónur.

Þá stendur breska pundið í 151,5 krónum og hefur ekki verið lægra frá fyrri hluta októbermánaðar. Gengi pundsins hefur þó styrkst um 9,4% gagnvart krónu það sem af er þessu ári.