Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni er íslenska krónan í hópi með túrkmenska manatinu og simbabveska dalnum þegar litið er til þróunarinnar á gjaldeyrismörkuðum síðustu tólf mánuði.

Þetta eru þeir þrír gjaldmiðlar heimsins sem hafa lækkað mest í verði.

Sem kunnugt er þá hefur efnahagur Simbabve verið lagður í rúst í valdatíð Róbert Mugabe, forseta landsins. Samkvæmt dagblaðinu International Herald Tribune eru opinberar tölur yfir verðbólgu 11 milljón prósent en sérfræðingar telja að töluna miklu hærri.

Þrátt fyrir miklar auðlindir hefur hagstjórn verið ábótavant í Túrkmenistan. Hinsvegar hefur forseti landsins, Gurbanguly Berdimuhamedov, reynt að innleiða frjálsræðisvinda í kjölfar þess að tók við af Saparmurat Niyazov, sem lést 21. desember árið 2006