Krónan mældist í vikunni í sínu sterkasta gengi gagnvart evru frá því í byrjun júní 2020 eftir 3% styrkingu undanfarinn mánuð. Evran er nú komin undir 152 krónur en fór hæst yfir 165 krónur í október.

Einn Bandaríkjadalur kostar nú 127 krónur en fór yfir 140 krónur í október og breska pundið kostar 177 krónur en fór í 185 krónur í september.

Markaðsaðilar telja að væntingar um aukið innflæði gjaldeyris skýri styrkinguna. Meðal annars sé horft til loðnuvertíðar og  arðgreiðslna skráðra íslenskra félaga í erlendri mynt. Þá hefur Seðlabankinn, undir stjórn Ásgeirs Jónssonar, haldið áfram gjaldeyrisinngripum upp á minnst 3 milljónir evra á dag.