Gengisvísitala krónunnar var 169,4 við lokun markaða í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Um er að ræða hæsta gildi gengisvísitölunnar við lokun markaða frá upphafi.

Gengisvísitalan hafði veikst um tæp 1,8% við þegar markaðir lokuðu.

Evran stendur nú í tæpum 129 krónum, pundið í rúmum 160 krónum og dollarinn í tæplega 91 krónu.