Krónan veiktist í morgun um 0,23% en Seðlabankinn skráði gildi gengisvísitölunnar sem 214,63 stig. Fyrir helgi var gildi vísitölurnnar 214,123 og hefur hún ekki verið lægri síðan 9. febrúar þegar hún var 213,98 stig. Raunar hefur vísitalan ekki verið undir 215 stigum síðan um miðjan febrúar.

Veiking krónunnar er því að stórum hluta gengin tilbaka en það sem af er septembermánuði hefur hún styrkst um 1,8%. Miðað við 18. júlí sl. þegar krónan var veikust á árinu (222,4895 stig) hefur hún styrkst um  3,7%.

Í ársbyrjun var gengisvísitalan 208,0395 stig og hefur hún veikst um 3,1% frá áramótum.