Gengi krónunnar hefur gefið nokkuð eftir í morgun og hafði krónan veikst um 1,8% nú í hádeginu.

Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að gengisvísitalan hafi staðið í 220 stigum við opnun markaða en stendur nú í 224 stigum.

Þá kemur fram að gengi krónunnar hefur nú lækkað um 16% frá því í marsbyrjun og gengi krónunnar ekki verið lægra á þessu ári. Evran kostar nú tæplega 171 krónu og dollarinn tæplega 129 krónur. Pundið er á 192 krónur.