c7c95c4d683ed279b1a243b9e49888bb
c7c95c4d683ed279b1a243b9e49888bb
© None (None)
Gengisvísitala krónunnar náði sínu hæsta gildi á árinu í upphafi þessarar viku og hefur krónan því aldrei verið veikari á árinu. Seðlabankinn skráði gengisvísitöluna 222,4895 á mánudag og hefur krónan því veikst um 6,5% frá áramótum þegar gildi vísitölunnar var 208,0395 en hækkun vísitölunnar þýðir lækkun gengis enda er vísitalan viðmiðunarvísitala en ekki mæling.

Það sem af er vikunni hefur krónan síðan styrkst lítillega en er þó enn á svipuðum slóðum og á mánudag. Í gær skráði Seðlabankinn vísitölugildið 222,1676. Athygli vekur að stærstur hluti veikingarinnar átti sé stað á fyrstu mánuðum ársins en snemma í mars var vísitalan í 217,3 stigum.