*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 13. mars 2015 16:27

Krónan ekki veikari gagnvart dollara síðan 2008

Gengi krónu gagnvart dal er komið yfir 140 krónur og hefur það ekki gerst síðan í desemberbyrjun 2008.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Gengi Bandaríkjadals er nú komið yfir 140 krónur, samkvæmt upplýsingum á Keldunni. Þar kemur fram að kaupgengi Bandaríkjadals er nú 140,18 krónur og sölugengi 140,56 krónur. Gengi dalsins hefur ekki farið yfir 140 krónur frá því í desember 2008.

Miðgengi krónu gagnvart Bandaríkjadal var veikast þann 3. desember árið 2008 þegar það náði 147,98 krónum. Mjög skömmu síðar, eða þann 8. desember sama ár var dalurinn kominn í 114,91 krónu.

Þann fyrsta júlí í fyrra var gengi dalsins 112,62 krónur, samkvæmt tölum Seðlabankans, en hefur krónan veikst verulega á þeim tíma sem síðan er liðinn.