Íslenskan krónan hefur ekki verið veikari í tæpt ár, eða frá 1. júní í fyrra.

Þann 1. júní var vísitala krónunnar 216,9 en lækkaði deginum eftir niður í 214,2.  Í dag stendur vísitalan í 214,7 miðað við kaupgengi, 216,46 miðað við sölugengi, sbr. gengisskráningu á vef Íslandsbanka .

Krónan var sterkust á tímabilinu í byrjun nóvember, en þá var gengisvísitalan 202,4. Krónan hefur því veikst um tæp 6% frá nóvember.