Krónan hækkaði í gær um 0,5% í líflegum viðskiptum. Gengi krónunnar hefur ekki mælst jafn hátt síðan í maí í fyrra og er þá miðað við gengi krónunnar við lokun gjaldeyrismarkaðarins. Segja má að krónan hafi verið í nær samfelldum hækkunarfasa frá því í september á þessu ári en á þeim tíma hefur gengi hennar hækkað um 3,4% eins og bent er á í Morgunkorni Íslandsbanka.