Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir erfitt að sjá hvernig krónan haldist eins og sterk og hún er núna. Í markaðspunktum sem greiningardeildin sendi frá sér í dag kemur fram að deildin telji að krónan komi til með að veikjast í vetur, líkt og verið hefur undanfarin tvö ár, með samsvarandi verðbólguáhrifum. Af þeim sökum telur greiningardeldin líklegt að Seðlabankinn grípi aftur til hækkunar stýrivaxta fyrir lok árs.

Sterk staða krónunnar virðist hafa haft mikil áhrif á þá ákvörðun peningastefnunefndar að halda stýrivöxtum óbreyttum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir þó ekki hægt að fullyrða að um árstíðarbundna sveiflu sé að ræða.