Gengi íslensku krónunnar gagnvart evru hefur sveiflast töluvert fyrstu mánuði ársins. Veikust var krónan gagnvart evru síðasta dag janúarmánaðar, þegar evran kostaði 124,45 samkvæmt miðgengi seðlabankans.

Krónan var sterkust gagnvart evrunni 3. mars þegar gengi fór niður í 113. Núna stendur miðgengið í 119,2.

Gengi krónunnar hefur styrkst nánast viðstöðulaust frá því í upphafi árs 2015 þrátt fyrir að seðlabankinn hafi keypt gríðarlegt magn af gjaldeyri á sama tíma. Gjaldeyrisforði seðlabankans er um 810 milljarðar króna og hefur aldrei verið meiri.

Ef gengið veikist eitthvað að ráði getur seðlabankinn selt inn á markaðinn til að halda genginu stöðugu.