Krónan náði 18 mánaða lágmarki í morgun og hafði lækkað um 1,4% um tíuleytið í dag.

Greiningaraðilar segja ástæðuna skuldabréfainnkallanir bandarískra fjárfesta, sem nýta sér ákvæði í skuldabréfasamningum viðskiptabankanna og neyða þá til að kaupa bréfin aftur.

Sérfræðingar segja fjárfestana innkalla bréfin vegna þess hve ákvöxtunarkrafan hefur víkkað í kjölfar neikvæðra greininga erlendra aðila á íslensku bönkunum og efnahagslífi.