*

föstudagur, 15. nóvember 2019
Innlent 7. september 2018 12:49

Krónan gefur eftir

Krónan hefur ekki verið jafn veik síðan í febrúarbyrjun á síðasta ári, og dollarinn ekki verið jafn dýr síðan í apríl á sama ári.

Ritstjórn
Krónan hefur veikst um tæp 11% gagnvart dollarnum síðan í mars.
Haraldur Guðjónsson

Einn Bandaríkjadalur kostar nú 111,83 krónur, og hefur ekki verið jafn dýr síðan í apríl á síðsta ári. Ein evra kostar 129,93 krónur og hefur ekki verið jafn dýr í tæpt ár. Þá kostar eitt Sterlingspund 145,34 krónur og hefur einnig ekki verið jafn dýrt í tæpt ár.

Dollarinn fór undir 100 krónur í mars á þessu ári, og krónan hefur því veikst um tæp 11% síðan þá.

Gengisvísitala seðlabankans stendur nú í 168,62 stigum og hefur ekki verið hærri (og krónan þar með ekki veikari) síðan í febrúarbyrjun í fyrra. 

Stikkorð: Krónan gengi