Gengisvísitalan er nú 156 stig samkvæmt Markaðsvakt Mentis og hefur krónan því styrkst um 0,8% frá opnun í morgun og um 1,8% frá opinberu gengi Seðlabankans frá því í gær.

Á myndinni hér til hliðar má sjá þróun gengisvísitölunnar s.l. mánuð samkvæmt opinberu gengi Seðlabankans. Opinbert gengi var í morgun 155,7 stig en var í gær 158,8 stig.

Samkvæmt Markaðsvakt Mentis stendur Bandaríkjadalur nú í 77 krónum, Evran í 122 krónum og Sterlingspundið í 154 krónum.

Þá stendur svissneskur franki í 75,5 krónum, japanskt jen í 0,7 krónum og danska krónan í 16,4 krónum.