Gengi krónunnar hefur styrkst verulega undanfarna daga, þar af um 1,25% í gær og er gengisvísitalan komin undir 217 stig. Í frétt Vísis er þeirri tilgátu velt upp að skýringin sé sú að gjaldeyristekjur þjóðarinnar af ferðamönnum séu að ná hámarki þessa dagana.

Í lok apríl s.l. stóð gengisvísitalan í rúmlega 228 stigum og hefur gengið því styrkt um nær 5% frá þeim tíma. Dollarinn er kominn undir 126 krónur, evran er komin undir 155 krónur og danska krónan er komin undir 21 krónu.