Krónan hefur lækkað um 1,2% það sem af er degi. Lækkunina má rekja til birtingu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs í dag segja gjaldeyrismiðlarar.

Hagstofan tilkynnti í morgun að verðbólga hefur hækkað um 1,14% frá fyrri mánuði sem var talsvert meira en spár greiningaraðila höfðu gert ráð fyrir.

Krónan hefur verið að veikjast undanfarna daga og lækkaði um 1,68% í gær og um 0,43% á mánudag.