Krónan hélt áfram að styrkjast í morgun þegar millibankamarkaður með gjaldeyri hófst kl. 9.15. Er gengisvísitalan nú komin niður í 218-219 sem jafngildir ríflega 4% styrkingu í morgun.

Að sögn Brynjólfs Gunnarssonar hjá Landsbankanum þá er gott innstreymi gjaldeyris nú sem hann taldi stafa af því að menn væru nú að koma heim með peninga sem hefðu verið geymdir erlendis um leið og margir væru að leysa út af gjaldeyrisreikningum peninga sem þar hefðu verið geymdir. Brynjólfur sagðist jafnvel eiga von á frekari styrkingu áfram.