Krónan heldur áfram að veikjast og hefur samkvæmt M5.is veikst um 0,9% það sem af er degi en í gær veiktist krónan um tæp 2%.

Þannig mælist gengisvísitalan um 232 stig en krónan hefur nú veikst um 3,9% á einni viku, þó mest í dag og í gær.

Þá hefur krónan veikst um 4,7% á tæpum mánuði og um 6,7% frá áramótum. Síðast var gengisvísitalan undir 200 stigum í lok mars en hefur síðan þá hækkað jafnt og þétt.

Samkvæmt vef M5.is kostar Bandaríkjadalur nú 127,2 krónur (dollarinn hefur lækkað á alþjóðavísu í dag), evran 178,2 krónur og Sterlingspundið 206,3 krónur.

Þá kostar svissneskur franki 117,6 krónur, japanska jenið 1,3 krónur og danska krónan 23,9 krónur.