Íslenska krónan hefur haldið áfram að styrkjast á undanförnum mánuðum.

Evran er 9,68% veikar en hún var fyrir einu ári síðan. Frá áramótum hefur Evran veikst um 5,41% en um 2,63% á undanförnum mánuði. Miðgengi Evrunnar er nú 133,38 gagnvart krónunni. Svissneski frankinn hefur veikst um 5,86% frá áramótum, og er miðgengi hans nú 122,09 gagnvart krónu.

Skandinavísku gjaldmiðlarnir hafa einnig veikst. Gengi norsku krónunnar er nú um 14,13 gagnvart hinni íslensku. Þetta er veiking um rétt rúm 4% á einu ári. Sænska krónan hefur veikst um 8,72% frá áramótum og sú danska um 5,13%. Fyrir hverja sænska krónu fást nú 13,99 íslenskar og fyrir hverja danska krónu 17,93.

Pundið, sem hefur fallið mikið í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu úr Evrópusambandinu, hefur fallið um 23,12% á undanförnu ári. Frá áramótum er þetta veiking um tæp 17%. Gengi pundsins er nú 158,80.

Kanadadollarinn er nú 10,68% hagstæðari en fyrir ári síðan, en Bandaríkjadollarinn er 9,15% hagstæðari. Japanska jenið hefur styrkst um 8,03% frá áramótum og er kaupgengið nú 1,15.