Krónan hefur styrkst á markaði í dag, gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum, en í kjölfar frétta um afnám gjaldeyrishafta á mánudagsmorgun veiktist hún þónokkuð á markaði þó dregið hafi úr því þegar leið á daginn.

Í gær hófst dagurinn á veikingu krónunnar en undir lok viðskiptadagsins var hún farin að styrkjast á ný.

Við lok viðskipta nú í dag nam veikingin eins og hér segir:

  • Evran veiktist um 1,02%, með kaupgengi 115,87 og sölugengi 116,63
  • Bandaríkjadalur veiktist um 0,97%, með kaupgengi 108,97 og sölugengi 109,69
  • Breskt sterlingspund veiktist um 0,52%, með kaupgengi 133,07 og sölugengi 133,95
  • Japanskt jen veiktist um 1,11%, með kaupgengi 0,9494 og sölugengi 0,9560
  • Svissneskur franki veiktist um 0,98%, með kaupgengi 108,15 og sölugengi 108,87
  • Dönsk króna veiktist um 1,02%, með kaupgengi 15,586 og sölugengi 15,689
  • Sænsk króna veiktist um 1,12%, með kaupgengi 12,162 og sölugengi 12,243
  • Norsk króna veiktist um 0,92%, með kaupgengi 12,662 og sölugengi 12,746