Evran hefur ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadal í tólf ár, en áhrifa skuldabréfakaupa evrópska seðlabankans er farið að gæta svo um munar á gjaldeyrismörkuðum. Innan dags í gær fór evran niður í 1,056 dali en styrktist örlítið í kjölfarið. Búist er við því að hún muni fljótlega verða á pari við dollarann. Frá 1. júlí í fyrra hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal fallið um 22,4%, þegar gengið var 1,37 dalir.

Þessar miklu sveiflur hafa haft veruleg áhrif á gengi íslensku krónunnar, en ekki í þá átt sem sumir gætu haldið. Gengi krónunnar hefur ekki styrkst mikið gagnvart evru, en eitthvað þó, eða um 4,3%. Var evran 154,2 krónur 1. júlí í fyrra, en var í gær 147,55 krónur. Hins vegar hefur krónan veikst verulega gagnvart Bandaríkjadal, eða um 24%. Fyrsta júlí í fyrra var dalurinn á 112,62 krónur, en var í gær 139,67 krónur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .