Gengisvísitala krónunnar er nánast óbreytt það sem af er morgni þó hún hafi styrkst verulega gagnvart japanska jeninu samkvæmt gjaldmiðlaupplýsingum Íslandsbanka og Landsbankans. Krónan styrktist verulega í gær í kjöfar nýrra gjaldeyrislaga en það virðist hafa stöðvast í dag.

Samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofu var 8,3 milljarða kr. afgangur af vöruskiptum í mars. Útflutningur nam tæpum 35 milljörðum króna og innflutningur 26,6 milljörðum króna kr.

Sérfræðingar sögðu við Viðskiptablaðið í gær að það myndi reyna á aðgerðir gjaldeyrislaganna eftir helgi.