Lítil breyting varð á gjaldeyrismarkaði í dag og krónan hreyfðist lítið. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins virðist sem svo að allir séu að bíða eftir endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og niðurstöðum úr henni.

"Viðskipti eru með minnsta móti og manni finnst líklegt að gjaldeyrismarkaður verði tíðindalítill uns fréttir berast af títtnefndri endurskoðun, sem varla verður fyrr en í fyrri hluta marsmánaðar," sagði einn heimildarmaður.