,,Ástandið í sölumálum er nú lítið að lagast ennþá, við erum að selja einn til þrjá nýja bíla á viku sem er ekki mikið en ef við lítum á heildarmarkaðinn sem er á bilinu átta til tuttugu bílar á viku þá getum við kannski ekki kvartað.  Því miður held ég að ástandið sé lítið að batna, það gerir það ekki fyrr en krónan styrkist, hvenær sem það verður nú," sagði Úlfar Hinriksson framkvæmdastjóri Suzuki bíla í samtali við Viðskiptablaðið.

,,Hvað varðar næsta ár þá reiknum við með því að það verði aðeins betra en núverandi, en það ræðst mest af gengi krónunnar eins og áður sagði," sagði Úlfar.

Stutt er síðan Suzuki frumsýndi nýjan Grand Vitara bíl.