Ávinningur þjóðarbúsins af því að skipta út krónunni fyrir evru gæti numið 80 til 110 milljörðum króna á ári. Þetta kemur fram í nýju tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar og er fjallað um málið í Fréttablaðinu í dag. Vísað er til þess að með nýjum gjaldmiðli geti álag á innlenda raunvexti lækkað um 1,5 prósent.

Í greininni segir að við útreikninginn hafi ekki verið horft til kostnaðar Íslands af því að halda krónunni eins og hún er enda sé hún ónýt sem gjaldmiðill þar sem enginn vilji nota hana í alþjóðaviðskiptum.