Gengi krónu gagnvart evru hefur lækkað um rúm 4% frá byrjun ágúst, eftir því sem fram kemur í Morgunpósti IFS greiningar.

Gengisspá IFS greiningar gerir ráð fyrir hægfara lækkun krónunnar með minni sveiflum. Sú spá byggir að mestu á því að Seðlabankinn umberi ekki að gengi krónu veikist of mikið vegna neikvæðra áhrifa þess á verðbólgu og verðbólguvæntingar og muni því grípa inn í gjaldeyrismarkaðinn með sölu á evrum til að styðja við krónuna.

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um að versnandi viðskiptakjör og minnkandi afgangur af viðskiptum við útlönd komi sér illa fyrir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar á óvissutímum. Komi ekki til aukinn útflutningur vegna nýrrar framleiðslu geti þróunin þrýst niður gengi krónunnar.