Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,42% í morgun í kjölfar vaxtahækkunnar Seðlabankans í gær. Svo virðist vera sem væntinar hafi verið um að Seðlabankinn myndi draga úr eða hætta reglubundnum gjaldeyriskaupum samhliða vaxtahækkun sinni nú en bankinn hefur áður boðað að hann ætli að kaupa gjaldeyri til næstu áramóta.

Í Morgunpunktum Íslandsbanka er bent á að eftir kaup Seðlabankans á gjaldeyri á síðustu misserum er staða gjaldeyrisforða bankans orðin sterk og ekki virðist knýjandi þörf á því að styrkja hann frekar. Þá eru kaupin síst til þess fallin að auka aðhald í peningamálum um þessar mundir og vinna því a.m.k. ekki með þeirri meginstefnu peningamála að halda verðbólgu lágri um. Auk ofangreindra ástæðna kann að vera að fjárfestar hafi vænst meiri hækkunar stýrivaxta en raun varð á en Greining ÍSB hafði spáð allt að 0,5 prósentustiga hækkun.