Þrátt fyrir útgáfu krónubréfa fyrir 4,5 milljarða króna að nafnvirði í gær hefur gengi krónu lækkað um nærri 2% frá opnun markaða í gær, segir greiningardeild Glitnis og bendir á að krónubréfaútgáfa hafi stutt við gengið að undanförnu.

?Fyrir hvern útgefinn milljarð krónubréfa sem tilkynnt er um tiltekinn dag stendur gengi krónu 0,1% hærra að degi liðnum. Til lengri tíma eru áhrifin einnig marktæk og virðast liggja á bilinu 0,05 ¿ 0,14% hækkun krónu fyrir hvern útgefinn milljarð krónubréfa. Þrátt fyrir þetta hefur gengi krónu lækkað um rúmlega1,9% frá opnun markaða í gær þar til þetta er ritað,? segir greiningardeildin.

Það voru tvær krónubréfaútgáfur litu í gær. ?Um hádegisleytið tilkynnti Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) um þriggja milljarða útgáfu til eins og hálfs árs. Vextir á þessum bréfum eru 11,5% en krafan nokkru hærri þar sem bréfin voru seld undir pari. EIB er næst stærsti útgefandi krónubréfa og nema útistandandi krónubréf þeirra nú 55,5 milljörðum króna að nafnvirði.

Þá tilkynnti írski bankinn Depfa um 1,5 milljarða króna útgáfu til eins árs eftir lokun markaða. Vextir þessarar útgáfu eru 13,5% en krafan 13,8% að teknu tilliti til söluverðs. Til samanburðar eru vextir á vaxtaskiptamarkaði nú rúmlega 14% til árs og 13% til átján mánaða. Heildarupphæð útistandandi krónubréfa er nú tæplega 270 milljarða króna og hefur aldrei verið hærri,? segir greiningardeildin.