Gengi krónunnar veiktist um tæplega 1% í viðskiptum dagsins og endaði gengisvísitala krónunnar í 110,85 stigum eftir að hafa opnað í 109,8 stigum. Í lok viðskipta í dag stóð gengi dollarans í 62,58 krónum, evrunnar í 80,6 krónum og pundsins í 117,9 krónum að því er kemur fram Hálffimm fréttum KB banka.

Gengi krónunnar hefur veikst stöðugt síðastliðna 7 daga en gengisvísitalan stóð í 107,3 stigum við opnun markaða þann 4 apríl síðastliðinn og gengi krónunnar hefur því veikst um 3,3% á 7 viðskiptadögum eða um tæplega hálft prósent að meðaltali á dag. Mikið útflæði vegna met viðskiptahalla, vaxandi erlend fjárfesting í kjölfar sterkrar stöðu krónunnar, vaxandi útflæði vegna hækkandi vaxta vestanhafs og Bretlandseyjum setja aukin þrýsting á krónunna. Hingað til hefur miklu útflæði gjaldeyris verið mætt með met erlendri lántöku síðastliðið ár. Hins vegar virðist hafa dregið úr lánsfjárþörfinni að undanförnu.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.