Greiningardeild Kaupþings banka spáir að síðasta vaxtahækkun bankans verði þann 14. september og mun nema 50 punktum.

?Fyrirséð er að vaxtamunur við útlönd muni dragast saman á spátímabilinu, einkum eftir að Seðlabanki Íslands tekur að lækka vexti fljótlega á næsta ári, 2007. Gert er ráð því fyrir því að krónan veikist það sem af er ári og verði í kringum vísitölugildið 136 stig við lok árs," segir greiningardeildin.

Hún segir að krónan hafi styrkst verulega þegar mesti þunginn var í vaxtalækkunum í síðustu niðursveiflu árið 2002 sem má líklega rekja bæði til minnkandi viðskiptahalla og bjartsýnni væntinga.

?Styrkingu krónunnar á síðustu mánuðum má leita í aukinni stöðutöku erlendra fjárfesta sem þyrstir í háa innlenda vexti, yfirleitt til skamms tíma," segir greiningardeildin.